9. nóvember 2008

Kreppuráð #4

Þetta kreppuráð kemur eiginlega í beinu framhaldi af kreppuráði #3. Þá var ég tala um hvernig væri hægt að spara í matarinnkaupum, með því að skipuleggja sig áður en farið er í búðina en nú ætla ég að tala aðeins um hvað berist að varast þegar í búðina er komið.

Kreppuráð #4 er því:

Vertu meðvitaður!

Flestar verlsanir reyna hvað þær geta til að ná sem mestri framlegð af hverri vöru í búðinni. Ekki er endilega sjálfgefið að tilboðsvörur séu þær ódýrustu eða að stærri pakkningar eða magninnkaup svokölluð séu ódýrust.

Þegar maður verslar í matinn er því mjög gott að skoða hvað hlutirnir kosta. Verslunareigendur stilla oft upp vörum á tilboð sem þeir eiga mikið af eða sem heildsalar þeirra eiga mikið af. Þetta þekki ég frá því ég var sjálf í því að verðleggja vörur, kaupa inn og setja á tilboð fyrir verslun hér í bæ.

Þannig er mjög líklegt að tilboðsvöru sé stillt upp í stórum stæðum, á gangvegi verslunarinnar, þar sem mestar líkur eru á að kaupandinn grípi þær með sér og kaupi. Mjög líklegt er að til sé sambærileg vara í hillu sem er ódýrari.

Sem dæmi má nefna að um daginn var klósettpappír á tilboði í Bónus. Framarlega í búðinni var stærðarinnar stæða af klósettpappírnum en í neðstu hillu inní búðinni sjálfri var til klósettpappír sem var um 100 kalli ódýrari. Að sjálfsögðu getur verið að tilboðsskeinirinn hafi verið betri, en þegar maður er að spara þá hugsar maður ekki um það hversu fínn pappírinn er sem maður ætlar að sturta niður í klósettið.

Magninnkaup og stórar pakkningar tryggja heldur ekki lægra verð. Þannig fór ég í Bónus um daginn og keypti Cheerios. Til voru tvær stærðir af morgunkorninu. Þegar ég skoðaði verð á hver 100g kom á daginn að minni pakkinn var ódýrari, sumsé kílóverðið af Cheerios í honum var ódýrara.

Annað dæmi sem ég get nefnt var þegar kassi af kókómjólk var á tilboði í einni búð. Búið var að stilla upp kókómjólkurkössum í myndalega stæðu og setja skilti á sem stóð TILBOÐ.

Þegar ég deildi í tilboðsverðið með fjölda ferna í kassanum kom í ljós að fernan kostaði 3 krónum meira ef keypti heilan kassa á tilboði heldur en stykkið kostaði.

Ef þið fylgist vel með í búðinni, leggið saman og spáið og spekúlerið þá vitið þið líka um leið og reynt er að svindla á ykkur á kassa.

Ég man eftir því að einu sinni átti ég 1260 krónur og fór út í búð að kaupa í matinn. Ég keypti 6 hluti í búðinni og reiknaði út að það myndi kosta mig 1259 krónur. Ég hafði því ekki efni á að kaupa poka.
Þegar ég kom á kassann rukkaði afgreiðslumaðurinn mig hins vegar um 1287 krónur. Ég sagði það ekki geta staðist og fékk að kíkja á verðin á strimlinum. Kom þá í ljós að allar vörurnar sem ég var að kaupa voru dýrari á kassa heldur en hillumiðinn sagði til um. ALLAR!
Hvað skyldi búðin græða mikið á því að allt kosti, þó ekki væri nema einni krónu meira en stendur á hillu? Það er fljótt að telja held ég.

Svona gæti ég lengi talið upp. Því ráðlegg ég ykkur að vera vakandi þegar þið eruð í búðinni. Þetta þrennt, þ.e.a.s. vera með miða, nota aðeins peninga og að vera meðvitaður í búðinni lækkar matarreikninginn um þúsundir króna á mánuði.

Svo er þetta líka mjög fræðandi og skemmtilegt. Það er gaman að vita hvað hlutirnir kosta og verslunarferðin verður mun skemmtilegri þegar maður hefur nóg að hugsa, reikna, spá og spekúlera í stað þess hlaupa bara um með kerru og henda einhverju ofan í.

Síðast en ekki síst, þá heldur það verðbólgunni í skefjum, og það viljum við öll, ekki satt?

:)

3 ummæli:

  1. Vasareiknirinn á gemsanum getur komið sér vel í búðinni, t.d. til að reikna út kílóverð eða stykkjaverð.

    SvaraEyða
  2. Oftast er maður að flíta sér að versla og þá hefur maður ekki eins augun hjá sér ,en ég hef samt rekið mig á hætta verð á kassa en í hillum ,en ef maður er að röfla eitthvað þá er maður litinn hornauga við kassan og þá er eins og maður sé að gera leik að því að tefja fólk ,en þá ætur maður heldur svindla á sér ,þó að það sé skítt.

    SvaraEyða
  3. Sæl. Gott blogg hjá þér. Er einmitt að reyna að temja mér þessa siði. Tek mjög oft með mér vasareikni í búðina og reikna og reikna. Einnig skrifa ég allt niður og ber saman við gamla strimla til að vita hvað hlutinir kosta.. og oft eru hlutir búnir að hækka um 10-20 kr á einni viku. Þegar ég fer á kassan og er kanski búin að greiða þá fer ég yfir strimilinn og ef eitthvað stemmir ekki þá hika ég ekki við að benda á það.. króna er króna. annað sem ég geri líka er að taka kassa.. þessir pokar eru allt of dýrir.
    En takk aftur fyrir þessi ráð.. ég mun halda áfram að lesa bloggið þitt.

    SvaraEyða