Jæja, nú er komið að því að skrifa praktískt kreppuráð.
Ég hef verið svolítið á andlega sviðinu því mér fannst að á því sviði væri best að byrja. Nú er hins vegar kominn tími á að gefa sparnaðarráð.
Það er svona:
Eyddu minna!
Það versta sem maður lendir í eru vanskil. Þau eru afar dýr og maður ætti í lengstu lög að forðast þau. Það er best að gera með því að borga alla reikninga 1. dag mánaðar eða þegar maður fær útborgað. Afganginn notar maður svo í mat.
Ég veit að sumir eiga þá afskaplega lítið eftir í mat og sjá þá jafnvel ekki fram úr því að geta framfleytt sér og sínum út mánuðinn. Það þekki ég vel. En ekki láta freistast til að sleppa borga reikningana nema í algerri, algerri neyð. Það er hægt að komast af með lítið!
Það sem hentaði mér vel í slíkum aðstæðum var þetta:
Eftir að hafa borgað alla reikninga settist ég niður og skoðaði hvað ég ætti afgangs. Síðan dró ég frá það sem ég ætlaði að nota í bensín (reiknaði út hvað ég þyrfti að keyra og hve miklu bensíni bíllinn myndi eyða og fékk þá út einhverja upphæð).
Þegar það var komið, tók ég þá upphæð frá afgangsupphæðinni. Þá var einhver x upphæð eftir sem duga þurfti fyrir mat og hreinlætisvörum.
Ég deildi síðan í þá tölu með dagafjölda mánaðarins. Þannig fann ég út hve mikið mætti fara í mat á dag. Síðan margfaldaði ég þá tölu með 7, til að sjá hve mikið færi í mat á viku. Það virkaði að mér fannst nefnilega best að kaupa vikubirgðir í einu.
Þegar þarna var komið við sögu, settist fjölskyldan saman niður til að búa til matseðil mánaðarins :) Allir fengu að koma með uppástungur og þetta var bara hin skemmtilegasta fjölskylduskemmtun :)
Á matseðlinum stóð hvað var í morgunmat, hádegissnarl, kaffi og kvöldmat, hvern einasta dag mánaðarins. Leit svoldið út eins og stundaskrá.
Þegar matseðillinn var tilbúinn skrifaði ég upp innkaupalista fyrir vikuna og fór með nákvæmlega þá upphæð sem eyða mátti á einni viku út í búð og keypti inn, aðeins það sem var á listanum og ekkert annað. Ég lagði saman í huganum hvað það sem ég var að kaupa kostaði en það er líka hægt að nota reiknivél.
Í hverri viku bjó ég svo til nýjan innkaupalista samkvæmt matseðli og keypti inn. Alltaf með peninga, engin kort eða neitt slikt þar sem þau deyfa dómgreindina. Þegar maður notar kort hættir manni nefnilega til að eyða um efni fram.
Þegar ég var sem blönkust átti ég kannski 40-50 þúsund á mánuði í afgang fyrir mat. Það er ekki mikið fyrir 7 manna fjölskyldu en það hafðist.
Krökkunum fannst þetta líka bráðskemmtilegt. Þeim fannst gott að hafa reglu á hlutunum og geta alltaf gengið að ísskápnum og skoðað matseðilinn. Þegar þau komu heim úr skólanum og ætluðu að fá sér kaffisnarl þurftu þau ekki heldur að hringja í mig eða pabba sinn til að spyrja hvað þau mættu fá. Það stóð á matseðlinum.
Þeim fannst líka gaman að búa matseðilinn til. Þegar við fórum að hafa meira á milli handanna hætti ég þessu en nú er ég að taka upp þessa háttu aftur, krökkunum til mikillar gleði. Þau hafa nefnilega kvartað sáran yfir því að marseðillinn skuli vera horfinn af ísskápnum :)
9. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Go girl...........
SvaraEyðaFrábært hjá þér :)
SvaraEyðaSæl Lára.
SvaraEyðaÉg verð að segja þér að það er virkilega gaman
að lesa bloggið þitt :)
Nýtileg og góð ráð,sem ég ættla svo sannanlega
að nýta mér.
Ég datt bara inn á þetta þar sem ég var í leit að matseðli fyrir mánuðinn. Ég á sjálf fjögur börn
og er að rembast við að skipuleggja mig fjárhagslega og var að ath. með hugmynd að matseðli, við erum eitthvað svo hugmyndasnauðar
með ódýra en þokkalega fjölbreyttan matseðil:/
Ertu nokkuð með matseðlana sem þú hefur gert inn á blogginu þínu? Svo hægt sé að stela hugmyndum þínum ef þú leyfir? :)
Bestu kveðjur
Sigríður skipulagða ;)