Jæja, þá er komið að sjöunda kreppuráðinu. Ég biðst forláts á hve lengi ég hef beðið með að skrifa það en það hefur bara verið eitthvað svo mikið að gera hjá mér. Furðulegt hvernig hlutirnir æxlast stundum
Hvað um það,
Eitt það erfiðasta við að eiga lítinn pening er þegar eitthvað kemur upp á sem ekki var gert ráð fyrir í heimilisbókhaldinu. Það getur verið svo margt, eins og til dæmis að bíllinn bilar, skólaferðalag, tannlæknaferð, lækniskostnaður og fleira og fleira.
Til að mæta slíkum kostnaði og til að eiga fyrir sumarfríi, afmælum, flottu kápunni eða einhverju öðru er best að leggja til hliðar
Kreppuráð #7
Ég þekki hins vegar vel að það getur verið afar erfitt. Ég í það minnsta er afar gjörn á að eyða öllu sem ég þéna :)
Þess vegna geri ég mér það erfitt fyrir að sækja peningana sem ég legg til hliðar. Svona fer maður að:
Um hver mánaðarmót lætur þú draga 5000 krónur af launareikningnum (eða 1000 krónur eða í raun hvaða upphæð sem hentar þér). Best er að bankinn geri það strax á fyrsta degi, áður en þú ferð sjálf/ur að krukka í honum.
Peningana leggum maður svo inn á bók sem er ekki í þinum viðskiptabanka heldur í einhverjum öðrum banka sem þú hefur engin önnur viðskipti við. Ekki biðja um aðgagn að einkabanka þess banka og ekki búa til fjögurra stafa lykilorð þannig að þú getir millifært í gegnum síma
Þá er eina leiðin til að nálgast þessa peninga sú að þú þarft að fara í bankann og ná í hann! Langbest er ef bankinn er ekki með útibú nálægt heimili þínu eða vinnu
Ég læt t.d. leggja barnabæturnar mínar inn á svona reikning. Þannig safnast þær þar saman og áður en maður veit af á maður fyrir alls konar aukafjáútlátum.
Ef ég þarf aurinn þá næ ég í hann, en ég hugsa mig líka tvisvar um áður en ég geri það
Nú á ég t.d. einhverja þúsund kalla á bókinni minni sem ég get annað hvort notað um jólin (ég ætla samt að reyna að komast hjá því) eða þá ég get notað þá í sumarfríið mitt á næsta ári nú eða þegar ég komin á strípaðar atvinnuleysisbætur þá er gott að eiga eitthvað smá aukreitis
Ég veit ekki með ykkur en ég er í það minnsta þannig gerð að ég þarf að beita mig miklum aga til að eyða ekki um efni fram. Um það snúast þessi ráð mín eiginlega. Ég er líka þannig gerð að ef ég er búin að ákveða eitthvað þá stend ég oftast við það og því hjálpar mér að ákveða alla eyðslu fyrirfram og að gera mér erfitt fyrir að eyða um efni fram
Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum svo sem og hef eins og svo margir skuldsett mig og eytt í vitleysu. Mér finnst líka í lagi að eyða peningum í óþarfa ef ég á þá til
Nú hins vegar þegar harðnar í dalnum þá endurskipulegg ég mig. Ég byrjuð af krafti aftur, bý til matseðil, skipulegg fram í tímann, spara, legg til hliðar og allan pakkann
Það er ekkert leiðinlegra en eyða peningum, það er meira að segja bara svoldið skemmtilegt og krefjandi verkefni :)
Munum svo bara að þetta gegnur yfir eins og allt annað og áður en þið vitið af þá verður lífið á Íslandi orðið eins og það var árið 2007 - allir farnir að fljúga einkaþotum og spreða í lúxusbíla - Treystið mér :)
11. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli